fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Horfðu á eldræðu Mikaels: „Finnst ykkur þetta bara í lagi? Mér finnst þetta óvirðing“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn afar geðþekki sparkspekingur Mikael Nikulásson fór mikinn er hann ræddi Víking og Reykjavíkurmótið í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Ástæðan er sú að í öðrum leiknum í röð í mótinu, nú gegn Fjölni á þriðjudag í 2-2 jafntefli, tefldi Víkingur viljandi fram ólöglegum leikmanni. Um er að ræða Stíg Diljan Þórðarson, sem kom aftur til félagsins í vetur frá Triestina á Ítalíu.

Meira
Aftur sektaðir af KSÍ

„Víkingur er bara að leika sér að mótinu og það á bara að reka þá úr mótinu,“ sagði Mikael í Þungavigtinni.

Víkingur á einn leik eftir í Reykjavíkurmótinu, gegn Leikni á laugardag.

„Fyrir mér á bara að dæma Leikni sigur í þeim leik og Víkingar fá ekkert að mæta til leiks því þeir eru bara að gera lítið úr mótinu. Þeir eru að leika sér að því að mæta til leiks með ólöglegan leikmann. Þeir fá aftur 60 þúsund króna sekt. Finnst ykkur þetta bara í lagi? Að gera þetta tvisvar í röð, mér finnst þetta bara óvirðing.“

Hér að neðan má sjá eldræðu Mikaels, en þáttastjórnandinn Ríkharð Óskar Guðnason birti hana á samfélagsmiðilinn X.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð

Fyrstur í sögu félagsins til að skora tvær þrennur í röð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur

England: Mateta kláraði Manchester United – Tottenham með flottan sigur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“

Bætti met Haaland – ,,Hlýt að vera gera eitthvað rétt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Bayern gefst upp í bili
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn

Salah kominn í sjötta sætið – Aðeins sjö mörk í næstu goðsögn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?

Líflína fyrir leikmann Chelsea – Fer hann fyrir gluggalok?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?

Sjáðu umdeilda atvik gærdagsins – Voru dómararnir góðir við Liverpool?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“

Slot um stöðuna: ,,Aldrei gott þegar leikmaður biður um skiptingu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“

Telja morgunljóst að fyrsti brottrekstur ársins á Íslandi verði þarna – „Mér finnst þetta bara svo lélegt“