fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2025 14:30

Vigfús Bjarni Albertsson Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn,“

segir Vig­fús Bjarni Al­berts­son prestur og forstöðumaður fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins. Vigfús Bjarni hefur starfað árum saman við að hjálpa fólki að glíma við hinar ýmsu sorgir og áskoranir sem lífið býður því upp á. Sjálfur mátti hann glíma við mikla áskorun þegar hann veiktist alvarlega fyrir tveimur árum.

Sjá einnig: Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“

Verður mikið var við einmanaleika í starfi sínu

Vigfús Bjarni ræðir einnig um einmanaleikann og segist verða mjög var við hann í sínu starfi.

„Fólk er að takast á við, makinn kannski fallinn frá, engin stórfjölskylda til staðar, kannski hætt að vinna. Félagskerfið ekki stórt. Rannsóknir á ekklum hafa sýnt fram á að einmanaleikinn sé ansi stór þáttur í þeirra sársauka, makinn hefur verið allt. Einmitt talað um að karlmenn séu óflinkari að þróa með sér tengslanet. Heilsumissir, þú missir getuna til að taka þátt í því félagsstarfi sem þú ert vanur. Og svo fólk með erfiða lífsreynslu að baki sem það getur ekki deilt með öðrum þá verður maður einmana. Og þú getur verið mjög einmana innan um fjölskylduna þína líka, það getur verið það mikil dysfunction eða brot í gangi í fjölskyldunni þinni að þú einhvern veginn átt hvergi heima og enginn skilur þína reynslu og það sem þú ert að ganga í gegnum. Ég þekki þetta til dæmis hjá fjölskyldum þar sem hefur verið mikið um ofbeldi, kynferðisofbeldi og annað og fólk er að vinna í sínum málum. Restin er ekki tilbúin að vinna í sínum málum og þú endar einn.“

Hann segir að fólk sem verður fyrir lífsreynslu sem er ekki mjög viðurkennd í samfélaginu eða ekki margir eiga þá verði fólk einnig mjög eitt.

„Einmanaleiki er rosalega verðugt og gott viðfangsefni.“

Aðspurður um hvort einmanaleiki hafi aukist segist Vigfús Bjarni ekki kunna að mæla það eða fullyrða, en fagbólk sem fjalli um einmanaleikann segi okkur að hann sé ekki að minnka í borgarsamfélaginu.

„Ég hugsa að ef þú ferð í blokk í Reykjavík þá getur verið langt á milli íbúa þó fólk búi á móti hvort öðru. Þetta hefur ekkert með vegalengdir að gera. Og kannski er nútíminn þannig að við erum dálítið upptekin af okkur sjálfum og þurfum ekkert að spá í þarfir náungans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“