fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 10:30

Sean Curran er í miklum metum hjá Trump, eðlilega kannski. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Curran, einn af lífvörðum Donalds Trumps, verður næsti yfirmaður stofnunarinnar. Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í gær.

Curran stóð við hlið Trumps þegar hann var skotinn í eyrað á kosningafundi í Pennsylvaníuríki þann 13. júlí í fyrrasumar og skýldi forsetaframbjóðandanum ásamt nokkrum öðrum viðbragðsaðilum.

Curran hefur starfað sem yfirmaður í öryggisteymi Trumps og sagði forsetinn að Curran væri „góður föðurlandsvinur“ sem hefði gætt öryggis Trumps og fjölskyldu hans undanfarin ár.

„Þess vegna treysti ég honum til að leiða hina hugrökku karla og konur sem starfa hjá leyniþjónustunni,“ sagði hann.

Leyniþjónustan var gagnrýnd harkalega eftir morðtilræðið í fyrrasumar og leiddi það til þess að Kimberly Cheatle sagði af sér sem yfirmaður stofnunarinnar.

Curran hefur starfað fyrir Trump undanfarin fjögur ár en þar áður var hann í lífvarðarteymi Baracks Obama, fyrrverandi forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“