fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 07:30

Diljá Mist Einarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur átt samtöl við flokkssystkin sín til að kanna grundvöll fyrir framboð til formanns flokksins.

Þetta staðfestir Diljá í þætti Dagmála á vef mbl.is en fjallað er um efni viðtalsins í Morgunblaðinu í dag.

Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi flokksins í lok febrúar og hafa nokkrir Sjálfstæðismenn verið orðaðir við framboð. Má þar nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur og Guðlaug Þór Þórðarson.

Diljá Mist segist ekki útiloka neitt og segist vera að máta sig við sína stuðningsmenn og fólk í flokknum.

„Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins og ef það er eft­ir­spurn eft­ir því að ég taki þátt í því verk­efni sem blas­ir við okk­ur, þá mun ég ekki láta mitt eft­ir liggja,“ seg­ir Diljá í þættinum sem ná nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda