Napoli hefur áhuga á Karim Adeyemi, kantmanni Dortmund, og sett sig í samband við þýska stórliðið. Fabrizio Romano segir frá þessu.
Adeyemi er opinn fyrir því að fara og Dortmund opið fyrir að selja, en hann hefur aðeins byrjað fimm leiki í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Ekki er víst hvað þessi tíðindi þýða fyrir Alejandro Garnacho, leikmann Manchester United, sem hefur sterklega verið orðaður við Napoli og enska félagið þegar hafnað tilboði Napoli í hann.
Romano segja að Napoli hafi ekki gefist upp á að fá Garnacho. Félagið er þó greinilega farið að skoða aðra kosti.
🚨🔵 EXCL: Napoli have made contact with Borussia Dortmund today for Karim Adeyemi.
Talks start with BVB open to January exit.
❗️ Negotiations for Alejandro Garnacho are still on but no agreement with Man United after first bid; Chelsea are also weighing up a formal proposal. pic.twitter.com/3BJuI90rwY
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 22, 2025