Þetta sagði þýski hershöfðinginn Christian Freuding nýlega. Hann sagði að rússneski herinn geti ekki bara bætt upp fyrir það mikla mannfall og tjón á hergögnum, sem hann hefur orðið fyrir í Úkraínu, hann sé einnig að styrkja sig meira en sem nemur þessu tjóni.
Hann sagði að herinn sé að „búa til þær aðstæður að hann verði í stakk búinn til að ráðast á NATÓ-ríki“.
Hann sagði að framleiðslan fari vaxandi og birgðastaðan batni sífellt. Hann sagði að Rússar noti Íran og Norður-Kóreu til að fylla birgðageymslur af flugskeytum, drónum og skriðdrekum.