Fólkið bjó allt í þorpinu Budhal í Rajouri héraðinu. The Independent segir að þorpsbúar séu skelfingu lostnir og óttast þeir mjög hvert framhaldið verður. Sérfræðingar hafa verið sendir á vettvang til að rannsaka málið.
Á sunnudaginn lést Yasmeen Kousar, 16 ára, af völdum þessa dularfulla sjúkdóms. Þar með hefur faðir hans, Mohammad Aslam, misst öll sex börn sín af völdum sjúkdómsins auk tveggja ættingja.
Eins og áður sagði, þá eru þorpsbúar skelfingu lostnir og eru hættir að hittast og sumir neita að borða mat sem er ekki eldaður heima hjá þeim.
Sérfræðingateymi kom til þorpsins á sunnudaginn og leggur innanríkisráðuneytið mikla áherslu á að niðurstaða rannsóknarinnar liggi fyrir eins fljótt og unnt er.
Lögreglan hefur sett sérstak rannsóknarteymi á laggirnar til að skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.
Sjúkdómseinkennin eru hiti, magaverkir, uppköst og meðvitundarleysi.