fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

United vill framherja og fyrrum leikmaður City er á blaði – Þurfa að selja fyrst

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 13:39

Jonathan David. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vill bæta við sig framherja áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás um mánaðarmótin. Fjögur nöfn eru á blaði.

Daily Mail segir frá þessu, en framherjar United, Rasmus Hojlund og Joshua Zirkzee, hafa valdið miklum vonbrigðum á Old Trafford.

Liðið er í tómu basli í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og vill Ruben Amorim styrkja framherjastöðuna fyrir átökin á seinni hluta leiktíðar.

Liam Delap er fyrrum leikmaður erkifjenda United í Manchester City.

Bryan Mbuemo hjá Brentford, Matheus Cunha hjá Wolves, Liam Delap hjá Ipswich og Jonathan David hjá Lille eru allir á blaði samkvæmt Daily Mail.

United þarf hins vegar að losa leikmenn vegna fjárhagsreglna og eru Marcus Rashford og Alejandro Garnacho nefndir í því samhengi. Báðir eru sterklega orðaðir frá félagin um þessar mundir.

Amorim vill einnig fá inn mann sem getur spilað vinstri vængbakvörð og þar er Patrick Dorgu hjá Lecce líklegur til að mæta á Old Trafford.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Í gær

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius
433Sport
Í gær

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi