Julio Enciso er að ganga í raðir nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeildinni frá Brighton.
Enciso er tvítugur og þykir mikið efni. Hann hefur hins vegar ekki fengið margar mínútur með Brighton í ensku úrvalsdeildinni í vetur og fer nú á láni til Ipswich.
Ekkert kaupákvæði er inni í lánssamningnum og heldur Enciso, sem getur spilað fremst á miðju og úti á kanti, því að öllu óbreyttu aftur til Brighton þegar dvölinni hjá Ipswich lýkur í sumar.
🔵🚜 Julio Enciso, completing medical tests at Ipswich Town today after loan deal agreed with Brighton yesterday.
No buy option included, he’s signing the contract later today. 🇵🇾 pic.twitter.com/eNbgr5pMaa
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 22, 2025