fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndband sýnir óhugnanlegt atvik sem átti sér stað á fæðingardeild Sacro Cuore-sjúkrahússins í ítölsku borginni Cosenza í gær. Þar var nýfæddri stúlku rænt af konu sem þóttist vera hjúkrunarfræðingur á spítalanum.

Stúlkan, Sofia, var aðeins sólarhringsgömul þegar konan rændi stúlkunni en atvikið náðist á eftirlitsmyndavélar á spítalanum. Þar sést konan með grímu fyrir andlitinu þar sem hún nýtur aðstoðar karlmanns við verknaðinn.

Mjög umfangsmikil lögregluaðgerð fór af stað þegar það uppgötvaðist að stúlkan væri horfin og var nærliggjandi götum í nágrenni spítalans lokað.

Þremur tímum síðar var 53 ára kona, Rosa Vespa að nafni, handtekin sem og umræddur maður, hinn 53 ára gamli Aqua Moses. Rosa er fædd í Cosenza en Aqua er af senegölsku bergi brotinn.

Sofia var heil á húfi þegar hún fannst og var móður hennar, Valeriu Chiappette, mjög létt þegar hún fékk dóttur sína aftur í hendurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í