Loofe tók mynd áður en hún fór á stefnumótið, en þetta er síðasta myndin af henni á lífi. Hún birti hana í Story á Snapchat og skrifaði með: „Tilbúin fyrir stefnumótið mitt,“ og bætti við tjákni með hjartaaugu.
Hún hafði ekki hugmynd um martröðina sem beið hennar. Audrey var ekki til, heldur hafði par þóst vera Audrey til að lokka Loofe á stefnumót.
Það voru þau Bailey Boswell, 27 ára, og Aubrey Trail, 55 ára, sem myrtu Loofe í sameiningu. Þau voru búin að undirbúa verknaðinn og höfðu keypt sagir, ruslapoka og klór.
Boswell var dæmd í ævilangt fangelsi og Trail var dæmdur til dauða.