fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Wolt í samstarf við Domino´s

Eyjan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 10:04

Magnús Hafliðason, framkvæmdarstjóra Domino‘s Pizza á Íslandi og Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Domino’s pizzurnar vinsælu eru nú fáanlegar í gegnum Wolt-appið en pítsukeðjan mun sjálf afhenda pizzurnar í svokallaðri sjálfsafhendinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum þar sem greint er frá samstarfinu.

Fyrst um sinn verður hægt að panta frá völdum stöðum Domino´s í gegnum appið en með hverri vikunni munu fleiri staðir bætast við.

Þegar innleiðingin er full frágengin munu viðskiptavinir í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Gar∂abæ, Akureyri og Selfossi geta pantað sínar uppáhalds Domino’s pítsur í gegnum Wolt appið.

Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að pítsur eru þriðji vinsælasti rétturinn sem Wolt afhendir á Íslandi á eftir hamborgurum og steiktum kjúklingi. Þar sem Domino’s er nú orðið fáanlegt í Wolt-appinu má gera ráð fyrir því að pítsurnar klifri ofar á listanum. Um það bil ein af hverjum sjö sendingum á Wolt inniheldur pítsu eins og er.

„Domino’s hefur lengi verið á listanum okkar yfir vörumerkin sem við viljum helst vinna með og við erum mjög spennt að fá þau loksins til okkar. Domino’s er þekkt vörumerki á Íslandi og við erum stolt af því að hjálpa til við að koma dýrindis pítsunum þeirra til enn fleiri. Vettvangur Wolt var byggður til að tengja fólk við mat sem það elskar og við erum spennt að bæta Domino’s við víðtækt net samstarfsaðila,“ segir Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi.

Rétt er að taka fram að Domino’s mun halda áfram að sjá um sínar eigin sendingar.

„Við höfum verið að afhenda pizzur á Íslandi síðan 1993 og afhending hefur lengi verið okkar sérþekking. Við erum spennt að bjóða upp á pítsurnar okkar í Wolt appinu, en á sama tíma afhendum við allar okkar pantanir með okkar eigin bílstjórum. Markmið okkar hefur alltaf verið að gera frábærar pítsur aðgengilegri fyrir alla á Íslandi. Með því að taka höndum saman við Wolt erum við að stíga stórt skref í átt að því markmiði og við erum spennt að ná til fleiri viðskiptavina á nýjan hátt,“ segir Magnús Hafliðason, framkvæmdarstjóri Domino’s Pizza á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Mikilvægi faglegrar erlendrar úttektar á gjaldmiðlamálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð

Ásdís Rán útilokar ekki annað forsetaframboð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar

Thomas Möller skrifar: Búðu þig undir ESB kosningar