fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ljósmyndavél Útlendingastofnunar „flóknasta maskína landsins“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 13:30

Stefán Pálsson. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi, er ekkert sérstaklega hrifinn af svifaseinni þjónustu Útlendingastofnunnar. Stefán á marga vini af erlendu bergi brotnu  sem hafa sest hér að og hefur því þurft að aðstoða með ýmis samskipti við stofnunina í gegnum árin. Gerir hann ljósmyndavél stofnunarinnar að umtalsefni í stuttri pillu á Facebook-síðu sinni sem hann segir augljóslega vera flóknari maskínu en Jáeindaskannann sem Decode gaf þjóðinni.

„Frá því að ég lenti fyrst í að þurfa að hafa afskipti af þeirri stofnun hefur allt snúist um ljósmyndavélina. Í hana hefur alla tíð þurft að bóka tíma með löngum fyrirvara og á tímabili var hún alltaf biluð og fólk sent til baka og beðið um að koma aftur síðar,“ skrifar Stefán.

Í fyrradag hafi svo kunningi hans, útlendingur sem fæddur er utan EES-svæðisins, fengið son sinn til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar.

„Strákurinn þarf kennitölu, því á Íslandi gerirðu ekkert án kennitölu. Það er Útlendingastofnun sem úthlutar kennitölum í þessum tilvikum og til að það sé hægt þarf að taka passamynd með ljósmyndavélinni flóknu. Hann fékk þau svör að biðtíminn eftir því væru sextán dagar!“

Segist Stefán vongóður um að stjórnvöld geti kannski nýtt nýja tækni eins og gervigreindina til að minnka biðtímann eftir passamyndinni niður í ekki mikið meira en viku.

„Það má a.m.k. vona,“ skrifar sagnfræðingurinn skemmtilegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti