fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvers vegna er leikskóli að halda upp á bóndadaginn? Þetta er komið út í svo mikið bull og þrátt fyrir umræðuna fyrir jól heldur þetta bara áfram,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir, listakona og fyrrverandi varaþingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni.

Sara, sem er einnig þekkt undir nafninu Sara Oskarsson, deilir þar tölvupósti sem hún fékk frá leikskóla dóttur sinnar þar sem minnt er á „bóndadagskaffið“ þar sem pabbar og afar eru boðnir velkomnir í hressingu og samverustund. Bóndadagurinn er næstkomandi föstudag.

„Fyrir utan það að nú ganga vírusar eins og eldur í sinu um allt, sérstaklega á leikskólum þá hafa allir foreldrar ekki tækifæri til þess að taka endalaust skerta daga úr vinnu,“ segir Sara í færslunni en í athugasemd segist hún hafa sent tölvupóst til leikskólans þar sem hún lýsir furðu sinni á því að leikskólinn sé að halda sérstakt bóndadagskaffi.

Birtir hún tölvupóstinn sem hún sendi þar sem hún segir meðal annars:

„Það var mikil umræða í þjóðfélaginu um þessar endalausu kröfur á tíma og orku foreldra að mæta á alla þessa hluti og ekki allir sem hafa svigrúm til þess að taka tíma úr vinnu til að mæta á svona.”

Sara bendir einnig á í tölvupóstinum að við þetta bætist að ekki eiga öll börn föður og/eða afa. Um sé að ræða ákveðna tímaskekkju.

„Ég vona að þú takir þessari gagnrýni ekki illa, veit að þetta kemur frá fallegri hugsun allt saman en þetta er bara svo mikill bjarnargreiði fyrir foreldra og fæstir þora að segja neitt,“ segir hún meðal annars en umræðurnar má sjá í færslu Söru hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa