fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

17 ára drengur handtekinn vegna ummælanna á netinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 08:47

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingsdrengur hefur verið handtekin í tengslum við skilaboð til Sophia Havertz, eiginkonu Kai Havertz leikmanns Arsenal.

Sophia fékk send viðurstyggileg skilaboð í kjölfar þess að Arsenal tapaði gegn Manchester United í enska bikarnum, en Kai klikkaði á sinni spyrnu í vítaspyrnukeppni, þar sem United vann.

Sophia Havertz

Eiginkona Havertz, Sophia, birti eftir leik nokkur skjáskot af skilaboðum sem hún fékk í kjölfar tapsins. Sneru þau að ófæddu barni parsins.

„Ég vona að þú missir fóstur,“ stóð til að mynda í einum skilaboðum. Nú hefur 17 ára drengur verið handtekinn í tengslum við málið, en breska lögreglan staðfestir þetta.

„Að einhver haldi að það sé í lagi að skrifa svona finnst mér ótrúlegt. Vonandi kunniði að skammast ykkar. Ég veit ekki hvað ég á að segja en sýnið meiri virðingu. Við erum betri en þetta,“ sagði Sophia í kjölfar þess að hafa fengið skilaboðin fyrr í þessum mánuði.

Kai Havertz. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“

Segist vera sammála forsetanum sem baunaði á fjölmiðla: ,,Þeir þurfa líka að láta í sér heyra“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Í gær

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Ancelotti blæs á sögusagnirnar

Ancelotti blæs á sögusagnirnar