Unglingsdrengur hefur verið handtekin í tengslum við skilaboð til Sophia Havertz, eiginkonu Kai Havertz leikmanns Arsenal.
Sophia fékk send viðurstyggileg skilaboð í kjölfar þess að Arsenal tapaði gegn Manchester United í enska bikarnum, en Kai klikkaði á sinni spyrnu í vítaspyrnukeppni, þar sem United vann.
Eiginkona Havertz, Sophia, birti eftir leik nokkur skjáskot af skilaboðum sem hún fékk í kjölfar tapsins. Sneru þau að ófæddu barni parsins.
„Ég vona að þú missir fóstur,“ stóð til að mynda í einum skilaboðum. Nú hefur 17 ára drengur verið handtekinn í tengslum við málið, en breska lögreglan staðfestir þetta.
„Að einhver haldi að það sé í lagi að skrifa svona finnst mér ótrúlegt. Vonandi kunniði að skammast ykkar. Ég veit ekki hvað ég á að segja en sýnið meiri virðingu. Við erum betri en þetta,“ sagði Sophia í kjölfar þess að hafa fengið skilaboðin fyrr í þessum mánuði.