fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búseti hefur lagt stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna byggingar „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Er þess krafist að framkvæmdir verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi.

Greint er frá málinu á forsíðu Morgunblaðsins í dag og þar er haft eftir Erlendi Gíslasyni, lögmanni hjá LOGOS sem gætir hagsmuna Búseta í málinu, að framkvæmdin brjóti í bága við lög og reglur. Gerir hann til að mynda alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og afgreiðslu leyfa sem gefin voru út vegna hússins.

Erlendur nefnir til dæmis að afstöðumyndir sem eiga að sýna afstöðu til nærliggjandi bygginga séu óljósar og villandi. Þær sýni til dæmis ekki húsið við Árskóga 7 en aðeins 14 metrar skilja húsin að.

Þá nefnir hann að í byggingarleyfi sé kveðið á um að öll framkvæmdin skuli unnin eftir samþykkum aðal- og séruppdráttum. „Þetta virðist ekki uppfyllt því byggingarleyfið var gefið út ári áður en séruppdrættirnir voru lagðir fram, um það leyti sem húsið var risið,“ segir Erlendur við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“

„Það er líka hugrekki í því fólgið að viðurkenna veikleika sína og sleppa“
Fréttir
Í gær

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“

Halla biðst afsökunar á samúðarkveðjufíaskóinu – „Ég get ekki lofað ykkur því að ég geri ekki fleiri mistök“
Fréttir
Í gær

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara

Undirskriftalisti til stuðnings Hauki Ægi sem sakfelldur var fyrir líkamsárás á sýrlenskan skutlara
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Í gær

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa