Real Betis á Spáni þarf að borga þónokkrar sektir er vængmaðurinn Antony spilar ekki meira en tíu leiki fyrir liðið á tímabilinu.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Antony mun spila með spænska liðinu á lánssamningi út tímabilið.
Brassinn er samningsbundinn Manchester United á Englandi sem vill sjá til þess að hann fái mínútur á Spáni og sitji ekki aðeins á bekknum.
Antony er 24 ára gamall og hefur ekki staðist væntingar á Englandi eftir að hafa komið þangað árið 2022.
Samkvæmt Mundo Deportivo þarf Betis að spila Antony allavega tíu sinnum í byrjunarliðinu eða þá fá að klára seinni hálfleikinn í þeim leikjum.
United borgar mest af launum leikmannsins á meðan hann er á Spáni og er ekkert kaupákvæði í samningnum.