fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 22:00

Sambandið entist í tíu ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oliver Davidson, eiginmaður klámstjörnunnar Bonnie Blue, er ekki sáttur við hana eftir að hún svaf hjá rúmlega þúsund karlmönnum til að setja nýtt heimsmet. Hjónin eru núna í skilnaðarferli.

Breska blaðið The Sun og fleiri miðlar greina frá þessu.

Tíu ára samband

Oliver, eða Ollie Davidson eins og hann er kallaður, er 27 ára gamall, tveimur árum eldri en Bonnie, sem heitir í raun Tia Billinger. Þau kynntust fyrir tíu árum síðan.

Tia bjó þá með móður sinni og stjúpföður í smábænum Draycott, æfði dans og vann í hlutastarfi í smásöluversluninni Poundstretcher. Ollie var alinn upp í ríkri fjölskyldu og nam við einkaskólann Trent College í Nottingham. Þótti hann vera efnilegur ruðningsleikmaður.

Tia og Ollie felldu hugi saman og ári seinna fóru þau ferðalag til Mexíkó. Fjölskylda Ollie borgaði fyrir allt saman. Þau voru mjög ung en mjög ástfangin og allt leit út fyrir að mikil alvara væri á bak við sambandið.

„Bæði hún og Ollie voru ung þegar þau kynntust en þau voru mjög náin og höfðu stór plön fyrir framtíðina,“ segir sagði vinkona hennar. „Þetta var mjög stöðugt samband sem er mjög óvenjulegt á þessum aldri.“

Foreldrar Ollie héldu áfram að dæla í þau peningum. Meðal annars keyptu þau íbúð fyrir hið unga par á 250 þúsund pund, eða um 43 milljónir króna.

Vildu ekki vinna dagvinnu

Loks giftust Tia og Ollie árið 2022 og fluttu til borgarinnar Gold Coast á austurströnd Ástralíu. En eftir að þau fluttu þangað byrjaði Tia að starfa við að fækka fötum á internetinu. Því lýsti Tia í hlaðvarpsviðtali á sínum tíma.

„Á þessum tíma vildi hvorugt okkar vinna dagvinnu. Við vildum fá meira út úr lífinu,“ sagði hún í viðtalinu. „Við vissum að ef við myndum halda áfram í okkar vinnum, við að gera það sama, þá myndum við ekki breytast.“

Sagðist hún einnig hafa fengið hvatningu frá Ollie til að taka skrefið og sýna sig á netinu. Sjálf hafi hún haft efasemdir um það, talið sig ekki vera nógu fallega og efast um að fólk myndi vilja horfa á hana. En Ollie hafi sagt: „Nei, þú ert falleg. Gerðu það.“

Efasemdir hennar reyndust ástæðulausar og fljótlega var hún farin að hala inn 5 þúsund pundum á viku, eða um 860 þúsund krónur. En eftir því sem aðdáendafjöldinn jókst urðu atriðin sífellt grófari. Klámmyndastjarnan Bonnie Blue varð til.

Sjá einnig:

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Eftir tíu ára samband ákváðu þau loks að skilja. Það ferli er í gangi núna.

Ofsareiður segja vinir

Fjölmiðlar hafa ekki náð sambandi við Ollie beint en það náðist í móður hans. „Ég vil ekki blanda mér í þetta. Ég vil ekki tengjast þessu eða henni á nokkurn hátt,“ sagði móðir Ollie.

Vinir hans hafa einnig rætt við blaðamenn. Segja þeir að hann sé „ofsareiður við eiginkonu sína og vilji ekkert koma nálægt henni.“

„Þetta er sláandi, hún hlýtur að vera að gera þetta fyrir athyglina. Við vorkennum honum öll,“ sagði einn vinur Ollie.

Bonnie Blue lét hins vegar hafa það eftir sér að skilnaðurinn hefði ekkert með feril hennar sem klámstjörnu að gera. „Ég held að við höfum skilið vegna þess að við vorum búin að vera svo lengi saman. Þetta var ekki lengur nýtt samband. Við vorum orðin of vön hvort öðru,“ sagði hún í hlaðvarpinu. „Við sáum hvort annað vaxa sem fólk.“

100 milljónir á mánuði

Bonnie Blue stofnaði OnlyFans rásina sína fyrir aðeins ári síðan. Í dag halar hún inn 600 þúsund pundum á mánuði, eða 104 milljónum króna.

Hún komst í heimsfréttirnar fyrir að sænga hjá meira en þúsund karlmönnum í einni beit, eða 1.057 réttara sagt. Sló hún þar með heimsmetið sem klámmyndaleikkonur á borð við Annabel Chong (300), Houston (620) og Lisa Sparxxx (919) áttu áður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Í gær

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“