Axel kom fyrir rétt á mánudaginn, í fyrsta sinn. Þegar saksóknarinn las ákæruatriðin 16 upp eitt af öðru, svaraði Axel „sekur“ við hvert og eitt.
Áætlað hafði verið að réttarhöldin myndu taka fjórar vikur en þau verða hugsanlega mun styttri þar sem Axel játaði sök.
Morðin vöktu mikinn óhug og athygli um allan heim. Það var á fyrsta degi sumarleyfis skólanna að ung börn og foreldrar þeirra mættu í Taylor Swift danskennslu í dansskóla í Southport.
En kyrrðin var fljótt rofin þegar unglingur, Axel, ruddist inn og réðst á börn og fullorðna með hnífi. Þrjár stúlkur, sex, sjö og níu ára, létust. Tíu til viðbótar særðust.
Lögreglan handtók Axel á vettvangi.
Málið vakti upp mikla reiðiöldu í Bretland og blásið var til mótmæla víða um landið og til mikilla óeirða kom. Öfgahægrimenn nýttu sér mótmælin til ofbeldisverka og einnig fóru þeir sem mótmæltu kynþáttahöturum að láta að sér kveða.