fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 04:31

Nicole brá mjög þegar hún frétti að hún væri dáin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Nicole Paulino, sem býr í Gaithersburg í Maryland í Bandaríkjunum, sótti um endurnýjun á ökuskírteini sínu fékk hún vægast sagt óvæntar fréttir. Henni var sagt að hún væri látin en það hafði algjörlega farið fram hjá henni.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þegar hún hafi sent inn umsókn um endurnýjun ökuréttinda sinna hafi tölvukerfi Maryland Motor Vehicle Adminstration umsvifalaust birt skilaboð um að hún væri látin og því ekki hægt að endurnýja ökuréttindi hennar.

„Það virtist sem ég væri látin. Ég varð svolítið hrædd, ég vil ekki ljúga um það, og hissa, af því að ég er á lífi. Hér er ég,“ sagði hún í samtali við NBC4 Washington.

„Andlát“ hennar hafði meiri og alvarlegri áhrif en að hún gat ekki endurnýjað ökuréttindi sín því heilbrigðistrygging hennar var felld úr gildi og því þurfti hún sjálf að greiða fyrir lækniskostnað og hafði ekki efni á að kaupa sér astmalyf sem hún notar öllu jöfnu.

„Þetta hefur algjörlega rústað lífi mínu. Þetta hefur haft mikil áhrif á mig. Þetta hefur haft áhrif á heilsu mína, andlega heilsu,“ sagði hún.

Þegar málið fór að rúlla, var hringt í hana frá almannatryggingum og henni sagt, eins og hún vissi vel, að um mistök hefði verið að ræða. Þau urðu þegar starfsmaður útfararstofu var að skrá upplýsingar um andlát annarrar manneskju. Hann sló einn tölustaf í almannatrygginganúmer viðkomandi rangt inn og þar með var Nicole látin (að minnsta kosti í opinberum skrám).

Nicole hefur nú borist bréf frá almannatryggingum sem staðfestir að mistök hafi verið gerð og að hún sé á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim
Pressan
Í gær

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum