fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Stór áfangi í baráttunni við krabbamein í brisi

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 22:00

Krabbameinsfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum hugsanlega komist mun nær því að geta veitt meðferð við einu banvænasta formi krabbameins sem til er, krabbameini í brisi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kaupmannahafnarháskóla.

Krabbamein í brisi er ein banvænasta tegund krabbameins. Hjá körlum eru 12% líkur á að þeir séu á lífi 5 árum eftir að þeir greinast með krabbameinið og hjá konum eru líkurnar 14%.

Einkenni krabbameinsins eru óljós og koma oft ekki fram fyrir en löngu eftir að krabbameinið skýtur rótum í líkamanum.

Danskir vísindamenn nýttu sér þróaða krabbameinsmeðferð við öðrum tegundum krabbameins sem grunn að nýrri aðferð.

Lars Henning Engelholm, einn af vísindamönnunum á bak við rannsóknina, segir að litlar framfarir hafi orðið í meðferð við briskrabbameini síðustu 20 árin en nýja rannsóknin lofi góðu. Nýju lyfi er beitt í henni en það getur barist við krabbameinið á fleiri vegu en áður. Lyfið drepur krabbameinsfrumurnar beint sem og stuðningsfrumur þeirra en þær notar krabbameinið til að stækka og vernda sig.

Þegar lyfið nær til stuðningsfrumanna, losnar um eiturefni sem geta drepið nærstaddar krabbameinsfrumur. Uppbygging æxlisins veikist um leið og þannig verður auðveldara fyrir ónæmiskerfi líkamans að ráðast á það og glíma við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð

Óhugnanlegt myndband frá lestarstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump

Skotinn til bana nokkrum dögum eftir að hafa verið náðaður af Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?

Í fyrsta sinn í 30 ár – Fimm dagar í röð án þess að nokkur væri skotinn í New York – Jinxaði löggan þetta?