Lionel Messi hefur fengið að heyra það frá manni að nafni Adolfo Bautista sem er fyrrum knattspyrnumaður.
Bautista lék allan sinn feril í Mexíkó eða Bandaríkjunum og spilaði þá 38 landsleiki fyrir heimalandið á sínum ferli.
Messi skaut á stuðningsmenn Club America í æfingaleik nú á dögunum en hann er á mála hjá Inter Miami.
Stuðningsmenn mexíkóska liðsins voru duglegir að bauna á Messi í leiknum en hann minnti þá á þá staðreynd að hann væri búinn að vinna HM þrisvar og þeir aldrei.
Bautista var virkilega óánægður með framkomu Messi sem á að vita betur enda að nálgast fertugsaldurinn.
,,Að þú þurfir að blanda landinu mínu inn í þetta segir allt um þína fagmennsku og menntun,“ sagði Bautista.
New Messi celly just dropped 🔥 pic.twitter.com/nHlpF3sD7Q
— Major League Soccer (@MLS) January 19, 2025