Einn besti leikmaður Arsenal er í kapphlaupi við tímann og er óljóst hvort hann geti spilað næsta stórleik liðsins.
Frá þessu greinir franska blaðið L’Equipe en leikmaðurinn umtalaði er William Saliba.
Saliba er líklega besti varnarmaður Arsenal en hann er franskur landsliðsmaður og er að glíma við meiðsli.
Saliba mun staðfest missa af þremur næstu leikjum Arsenal gegn Dinamo Zagreb og Girona í Meistaradeildinni og þá Wolves í deild.
Saliba er þó vongóður um að ná stórleiknum þann 2. febrúar er hans menn mæta Manchester City á Etihad.