Frumvarpið var lagt fram í kjölfar andláts fjögurra tónleikagesta á gamlárskvöld. Grunur leikur á að fólkið hafi tekið e-töflur.
The Independent segir að sjö manns hafi misst meðvitund á tónleikunum og fjórir hafi látist. Talsmaður lögreglunnar sagði að rannsókn hafi leitt í ljós að fólkið hafi líklega tekið e-töflur.
Hann sagði að grunur leiki á að fíkniefnasalar hafi verið við störf á tónleikunum og nú sé unnið að því að bera kennsl á þá.
Til að koma í veg fyrir harmleiki af þessari tegund í framtíðinni vill fylkisstjórnin taka upp fíkniefnapróf á tónleikagestum.