Héraðssaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni vegna atviks sem átti sér stað laugardagskvöldið 2. desember 2023.
Maðurinn er sagður hafa beitt lögreglumann sem var við skyldustörf ofbeldi inni í lögreglubíl á bílastæði bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Er ákærði sagður hafa gripið um hægra eyra lögreglumannsins og rifið í eyrað með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar á eyra.
Hinn ákærði ber erlent nafn, hann er skráður til heimilis í Kópavogi en sagður án lögheimilis.
Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 30. janúar næskomandi.