Fyrrum ofurparið Marc Bartra og Jessica Goicoechea voru með áhugavert samkomulag er sneri að kynlífi þeirra. Daily Star fjallar um málið.
Parið hætti saman í fyrra eftir að hafa verið saman síðan 2021. Bartra er knattspyrnumaður sem áður var á mála hjá stórliðum Barcelona og Dortmund en er nú á mála hjá Real Betis. Goicoechea er fyrirsæta.
Þegar parið var saman voru þau með samkomulag í svefnherberginu, eins og Daily Star hefur eftir Goicoechea.
„Við stundum kynlíf á hverjum degi sem við erum saman. Ef við sleppum því þurfum við að gera það tvisvar næsta dag,“ sagði hún.
Sem fyrr segir er sambandinu nú lokið, en því lauk í góðu samkvæmt fréttum ytra og þau enn vinir.