fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbrandur Bogason, löggiltur ökukennari með yfir 50 ára reynslu, furðar sig á því sem hann kallar undarlega framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart eldri ökumönnum þessa lands.

Guðbrandur, sem er fyrrverandi formaður Ökukennarafélags Íslands, skrifar grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu í dag og vísar í breytingar sem gerðar voru á umferðarlögum árið 2020 um gildistíma ökuskírteina. Breytingin sem um ræðir var þannig að almenn ökuskírteini gilda ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess.

Fyrir umsækjendur sem eru orðnir 60 ára gildir skírteinið í tíu ár, 65 ára fimm ár, 70 ára fjögur ár, 71 árs þrjú ár, 72 ára tvö ár og 80 ára eða eldri eitt ár.

Eru rökin kannski engin?

Guðbrandur setur spurningarmerki við þetta og segir að fróðlegt væri að vita hvaða rök liggi að baki þessari nákvæmu aldursskiptingu.

„Eða eru rök­in kannski eng­in? Ekki er auðvelt að finna upp­lýs­ing­ar á heimasíðu Sam­göngu­stofu eða trygg­ing­ar­fé­laga um að fram­an­greind­ir ald­urs­hóp­ar valdi fleiri óhöpp­um eða slys­um en aðrir hóp­ar eða er þetta kannski bara hug­ar­burður van­hæfra starfs­manna Sam­göngu­stofu? Ald­urs­skipt­ing sem þessi er að mínu mati al­gjör­lega út í hött á okk­ar tím­um en hefði mögu­lega getað átt við fyr­ir 50 árum eða svo.”

Guðbrandur segir að flestir þeir sem í dag tjá sig almennt um heilsufar og almenna hæfni fólks sé sammála um að sé hugsað 50 ár aftur til baka þá hafi 80 ára einstaklingur nú til dags svipaða hæfni og 60 ára einstaklingur hafði fyrir 50 árum.

„Þann ávinn­ing má þakka al­mennt betra at­læti fólks og góðu heil­brigðis­kerfi. Því eiga ald­ur­stengd ákvæði af þessu tagi alls ekki við á okk­ar tím­um og þau þarf því að nema á brott úr lög­um og reglu­gerðum eða a.m.k. að gera á þeim um­tals­verðar breyt­ing­ar,“ segir hann.

Óskiljanlegt

Guðbrandur segir að honum sé fullkunnugt um að svona sé þetta ekki hjá nágrannaþjóðum okkar og þar sé gildistími ökuskírteina almennt 15 ár, óháð aldri.

„Því er það með öllu óskilj­an­legt hvað ís­lensk­um stjórn­völd­um geng­ur til með því að beita sér svo sem að fram­an er lýst gagn­vart þeim þegn­um sín­um sem komn­ir eru af létt­asta skeiði og byggt hafa upp það vel­ferðarríki sem við búum nú við,“ segir Guðbrandur sem skorar á nýkjörna alþingismenn og ríkisstjórn að beita sér fyrir því að breyta þessu.

„Nú er það svo að hverri end­ur­nýj­un öku­rétt­inda fylg­ir umstang, t.d. þarf að afla lækn­is­vott­orðs hjá heim­il­is­lækni á heilsu­gæslu þar sem oft­ast er margra vikna bið eft­ir viðtali. Það mætti stytta bið margra eft­ir viðtali hjá lækni með því að létta af þeim þeirri fá­rán­legu kvöð að þurfa stöðugt að kanna heilsu­far fólks sem að mestu leyti er full­frískt. Lækn­ar hafa margt þarfara að gera við dýr­mæt­an tíma sinn en að þjóna duttl­ung­um stjórn­valda með óhóf­leg­um vott­orðaút­gáf­um. Þessu öllu fylgja svo snún­ing­ar og óþarfa fjár­út­lát.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum