Manchester City er búið að sækja Vitor Reis, 18 ára gamlan brasilískan miðvörð, frá Palmeiras.
Reis er talið mikið efni og hefur hann verið orðaður við City í nokkurn tíma. Nú er hann mættur, en það hefur verið rætt og ritað um kaupverð upp á 33 milljónir punda.
„Þegar Manchester City bankaði vissi ég að ekkert annað kæmi til greina. Stærð félagsins, sagan, allir krakkar sem elska fótbolta horfa á Manchester City,“ sagði Reis eftir undirskrift.
Hann semur við Englandsmeistarnna til sumarsins 2029.
— Manchester City (@ManCity) January 21, 2025