fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

VÆB svara fyrir sig: „Persónulega finnst okkur þetta gjörólík lög“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 10:50

VÆB. Mynd/Ragnar Visage

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VÆB drengirnir segja lagið þeirra, „RÓA“, ekki stolið en Ísraelsmenn sökuðu þá um að hafa hermt eftir frægu ísraelsku brúðkaupslagi.

DV fjallaði um málið fyrr í dag en þá höfðu ekki svör borist frá Matthías Davíð Matthíassyni og Hálfdáni Helga Matthíassyni, meðlimum VÆB.

Sjá einnig: Ísraelsmenn saka VÆB um að hafa stolið þekktu lagi

En nú hefur Matthías svarað og segir lögin gjörólík að þeirra mati. „Við kíktum á þetta, fyndið dæmi, en því miður höfum við strákarnir ekki verið að hlusta á ísraelska tónlist,“ segir hann.

„Ég veit að þetta gerist á hverju ári í Eurovision batteríinu eins og með Heru í fyrra eða þarna Måns Zelmerlöw. Persónulega finnst okkur þetta gjör ólík lög.“

Matthías segir þá bræður spennta fyrir undanúrslitum. „Við hlökkum sjúklega mikið til að keppa 8. febrúar,  verður geðveikt atriði og að sjálfsögðu bullandi stemning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf

Ragga varpar ljósi á bætiefnið sem besti kylfingur heims tekur – Mælir sterklega með því sjálf