DV fjallaði um málið fyrr í dag en þá höfðu ekki svör borist frá Matthías Davíð Matthíassyni og Hálfdáni Helga Matthíassyni, meðlimum VÆB.
Sjá einnig: Ísraelsmenn saka VÆB um að hafa stolið þekktu lagi
En nú hefur Matthías svarað og segir lögin gjörólík að þeirra mati. „Við kíktum á þetta, fyndið dæmi, en því miður höfum við strákarnir ekki verið að hlusta á ísraelska tónlist,“ segir hann.
„Ég veit að þetta gerist á hverju ári í Eurovision batteríinu eins og með Heru í fyrra eða þarna Måns Zelmerlöw. Persónulega finnst okkur þetta gjör ólík lög.“
Matthías segir þá bræður spennta fyrir undanúrslitum. „Við hlökkum sjúklega mikið til að keppa 8. febrúar, verður geðveikt atriði og að sjálfsögðu bullandi stemning.“