fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að ósanngjörn fjölmiðlaumfjöllun um Trump, einkum hjá RÚV, geti haft óæskileg áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Guðmundur skrifar:

„Íslensk stjórn­völd verða einnig að horf­ast í augu við það hvernig mál­flutn­ing­ur fjöl­miðla get­ur haft áhrif á sam­skipti við mik­il­væga banda­menn. Sér­stak­lega hef­ur verið bent á ósann­gjarn­an mál­flutn­ing Rík­is­út­varps­ins (RÚV) í ár­araðir gagn­vart ný­kjörn­um for­seta Banda­ríkj­anna. Slík­ur skaðleg­ur mál­flutn­ing­ur get­ur grafið und­an sam­skipt­um Íslands og Banda­ríkj­anna og dregið úr trú­verðug­leika Íslands sem trausts banda­manns.

Þessu verður að linna. Það er grund­vall­ar­atriði að fjöl­miðlar, sér­stak­lega op­in­ber­ir miðlar eins og RÚV, taki mið af hlut­leysi og sann­girni þegar fjallað er um mál­efni sem varða sam­skipti við alþjóðlega sam­starfsaðila. Slíkt er ekki aðeins nauðsyn­legt fyr­ir heil­brigða umræðu á Íslandi held­ur einnig fyr­ir viðhald góðra sam­skipta við mik­il­væga banda­menn eins og Banda­rík­in.“

Í greininni segir Guðmundur að Bandaríkin séu lykilbandamaður Íslendinga og þróun heimsmála auki þörfina á að styrkja sambandið við Bandaríkjamenn:

„Í ljósi breyt­inga á alþjóðleg­um ör­ygg­is­mál­um og hugs­an­legra áforma Banda­ríkj­anna um að minnka af­skipti sín af NATO verður Ísland að meta stöðu sína í ljósi hags­muna sinna. Íslensk stjórn­völd verða að leggja áherslu á að ef til upp­skipt­ing­ar í NATO kem­ur, þar sem Evr­ópu­ríki taka meiri ábyrgð á varn­ar­mál­um sín­um, vilji Ísland ekki tengja sig sér­stak­lega við slík­ar kostnaðarsam­ar áætlan­ir held­ur halda áfram að viðhalda nán­um varn­ar­sam­skipt­um við Banda­rík­in. Þetta er í takt við þá stefnu að Banda­rík­in séu áfram helsti varn­ar­sam­starfsaðili Íslands, enda skipa þau lyk­il­hlut­verk í ör­yggi á Norður-Atlants­hafi.“

Guðmundur segir að Ísland geti leikið stjórt hlutverk í væntanlegri uppbyggingu Bandaríkjamanna á Grænlandi:

„Með því að nýta Ísland sem miðstöð fyr­ir aðfanga­keðjur, flutn­inga og sam­starf get­ur landið orðið ómiss­andi hluti af stefnu­mót­andi áætl­un­um Banda­ríkj­anna á þessu svæði. Ísland get­ur með því boðið upp á öfl­ug­an vett­vang fyr­ir um­svif Banda­ríkj­anna á norður­slóðum, sem eyk­ur enn frek­ar mik­il­vægi þess sem sam­starfsaðila.“

Guðmundur segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla samstarf við Bandaríkjamenn og stuðla þannig að öruggari og betri framtíð fyrir bæði ríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“