Chelsea vann sigur á Wolves á Stamford Bride í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Tosin Adarabioyo kom heimamönnum yfir um miðjan fyrri hálfleik en rétt fyrir lok hans jafnaði Matt Doherty. Staðan í hálfleik 1-1.
Chelsea átti þó eftir að klára dæmið í seinni hálfleik. Marc Cucurella kom þeim yfir eftir klukkutíma leik og skömmu síðar innsiglaði Noni Madueke 3-1 sigur liðsins.
Chelsea fer með sigrinum upp fyrir Manchester City og aftur í fjórða sæti deildarinnar. Liðið er með 40 stig.
Wolves er hins vegar í sautjánda sæti, með jafnmörg stig og Ipswich sem er í fallsæti.