Í hennar pakka var vasaljós en í pakkanum sem hún fékk í staðinn var skafmiði með vinningi upp á hálfa milljón dollara en það svarar til um 70 milljóna króna.
The Independent segir að Emily hafi ekki trúað eigin augum þegar hún áttaði sig á að hún hefði unnið hálfa milljón dollara á skafmiðann.
Það var frændi hennar sem keypti miðann til að nota í pakkaleik í jólaveislu fjölskyldunnar. Pabbi hennar fékk miðann en hún fékk vasaljós, sem faðir hennar hafði keypt fyrir leikinn. „Hann vildi fá gjöfina sína svo við sömdum um að skiptast á gjöfum. Ég skóf af miðanum um jólin, á afmælisdeginum mínum, og hélt að ég hefði unnið 50.000 dollara. Ég hlóð appi lottósins niður og bjó til aðgang til að skoða miðann með skannanum í því. Ég átti von á 50.000 en þegar ég sá 500.000 var ég orðlaus! Ég gat ekki meðtekið að ég hefði unnið 500.000!“ sagði hún.
Hún ætlar ekki að sitja ein að vinningnum því hún ætlar að deila honum með frændanum sem keypti miðann og föður sínum.