fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Pressan
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 04:18

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Emily Hickox, 25 ára íbúi í Michigan í Bandaríkjunum, hafi dottið í lukkupottinn í pakkaleik fjölskyldunnar um jólin. Hún skipti á pakkanum, sem hún fékk, við föður sinn.

Í hennar pakka var vasaljós en í pakkanum sem hún fékk í staðinn var skafmiði með vinningi upp á hálfa milljón dollara en það svarar til um 70 milljóna króna.

The Independent segir að Emily hafi ekki trúað eigin augum þegar hún áttaði sig á að hún hefði unnið hálfa milljón dollara á skafmiðann.

Það var frændi hennar sem keypti miðann til að nota í pakkaleik í jólaveislu fjölskyldunnar. Pabbi hennar fékk miðann en hún fékk vasaljós, sem faðir hennar hafði keypt fyrir leikinn. „Hann vildi fá gjöfina sína svo við sömdum um að skiptast á gjöfum. Ég skóf af miðanum um jólin, á afmælisdeginum mínum, og hélt að ég hefði unnið 50.000 dollara. Ég hlóð appi lottósins niður og bjó til aðgang til að skoða miðann með skannanum í því. Ég átti von á 50.000 en þegar ég sá 500.000 var ég orðlaus! Ég gat ekki meðtekið að ég hefði unnið 500.000!“ sagði hún.

Hún ætlar ekki að sitja ein að vinningnum því hún ætlar að deila honum með frændanum sem keypti miðann og föður sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Í gær

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni