Sölvi Geir Ottesen er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Víkings.
Þetta hefur legið í loftinu en félagið hefur nú staðfest tíðindin. Tekur Sölvi við af Arnari Gunnlaugssyni, sem tók á dögunum við karlalandsliði Íslands.
Viktor Bjarki Arnarsson og Aron Baldvin Þórðarson verða Sölva til halda og trausts. Kári Sveinsson tekur þá við sem styrktarþjálfari, en hann kemur frá Hacken í Svíþjóð.
Sölvi var áður aðstoðarþjálfari Arnars og þekkir því vel til í Víkinni.
Víkingur hafnaði í öðru sæti Bestu deildarinnar í fyrra eftir tap gegn Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um titilinn síðasta haust. Það verður án ef markmið Sölva að endurheimta titilinn.
Fyrsta verkefni Sölva verður hins vegar að fara með Víking í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Þar mætir liðið Panathinaikos í tveimur leikjum í næsta mánuði.