fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Fókus
Mánudaginn 20. janúar 2025 15:30

Ferðamenn í Leifsstöð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenskur ferðamaður á Íslandi segir frá því á samfélagsmiðlinum Reddit að hann sé steinhissa á því hversu margir ferðamenn frá Kína séu á landinu. Leitar hann svara við því hvort þetta sé algengt eða hvort eitthvað sérstakt sé að gerast um þessar mundir sem skýri það hversu margir Kínverjar séu að sækja Ísland heim um þessar mundir.

Hollendingurinn tekur sérstaklega fram að vangaveltur hans séu ekki settar fram á rasískum forsendum. Sjálfur sé hann vanur kínverskum ferðamönnum frá sínu heimalandi en fjöldi þeirra hér á landi sé afar mikill:

„Ég er svo hissa á því að sjá svona marga Kínverja og sérstaklega hversu margir þeirra eru klæddir eins og þeir séu á leiðinni á tískusýningu en ekki til Íslands. Það lítur út fyrir að þeir séu bara að búa til áhrifavaldaefni fyrir TikTok og þeir haga sér eins og þeir eigi þessa eyju. Er þetta venjulega svona? Eða er eitthvað í gangi?“

Í svörum við þessum vangaveltum Hollendingsins kennir ýmissa grasa. Honum er meðal annars bent á að í ljósi þess hversu fjölmenn kínverska þjóðin sé þá hljóti að vera nánast óhjákvæmilegt að hluti hennar komi til Íslands.

Einnig benda sumir svarendur á að líklega séu svona margir Kínverjar staddir hér á landi til að fagna kínversku áramótunum en þau renna upp, samkvæmt hinu vestræna tímatali, 29. janúar næstkomandi en þá rennur upp ár snáksins.

Sömuleiðis er bent á að auðlegð sé sívaxandi í Kína og að margir ferðamannanna séu líklega háskólanemar sem stundi nám í Bretlandi eða öðrum nágrannaríkjum Íslands.

Hvað er að því?

Einn aðili sem svarar innlegginu spyr hvað sé að því að vera klæddur eins og tískufyrirsæta eins og Hollendingurinn lýsi klæðaburði kínverskra ferðamanna. Ef maður klæði sig þannig í hversdagslífinu af hverju eigi eitthvað annað að gilda á ferðalögum til Íslands. Vill viðkomandi meina að með ummælum um að ferðamennirnir láti eins og þeir eigi Ísland sé verið að gefa rasistum byr undir báða vængi. Svona alhæfingar eigi ekki rétt á sér.

Annar svarandi segist vera frá landi í Asíu og sé nýkominn heim úr ferðalagi til Íslands. Viðkomandi segir þessar vangaveltur Hollendingsins vera móðgandi. Sjálfur segist svarandinn hafa verið einn á ferð en hafi rekist á marga hópa ferðamanna frá Asíu sem hafi ekki virst gera annað en að haga sér vel og sýna fyllstu kurteisi. Hafi Hollendingurinn virkilega séð einhverja kínverska ferðamenn haga sér eins og þeir ættu Ísland hafi líklega verið um einangruð tilvik að ræða:

„Það er til pirrandi fólk í öllum löndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“