fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Egill telur að algrím Facebook sé gengið af göflunum – „Þetta er komið í algjöran ruslflokk“

Fókus
Mánudaginn 20. janúar 2025 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason telur að samfélagsmiðillinn Facebook sé algjörlega genginn af göflunum. Honum varð á að nota tiltekna skammstöfun í færslu á dögunum og eftir það hefur Facebook reynt að halda að honum alls konar furðulegu efni sem fæstir myndu tengja við fjölmiðlamanninn knáa. Egill telur „niðurgang“ Facebook kominn vel á leið.

Egill skrifar um málið á Facebook þar sem hann tilkynnir að hafa orðið það á í messunni að nota skammstöfunina MAGA í færslu á dögunum. Um er að ræða skammstöfunina á kjörorðum Donald Trump Bandaríkjaforseta, Make America Great Again. Hörðustu stuðningsmenn Trump kenna sig við þessa skammstöfun, einkum þeir sem lengst eru til hægri.

Með því að nota þessa skammstöfun tókst Agli óviljandi að sannfæra algrím Facebook um að hann væri mikill stuðningsmaður Trump og þaðan virtist algrímið leyfa sér nokkuð víðtækar ályktanir um áhugamál fjölmiðlamannsins. Honum birtust nú færslur frá heilum her harðra stuðningsmanna Trump, jafnvel frá sjálfum Trump yngri. Við þetta bættust hópar um sjónvarpsþættina Friends, myndbönd af hálfberum konum og svo síða fyrir áhugamenn um hýra daga. Egill segir að miðillinn sé kominn í algjöran ruslflokk. Hann bendir á að það er til enskt hugtak yfir þetta fyrirbæri sem kallast enshittification, sem er ekki komið með formlega íslenska þýðingu. Lestin á RÁS 1 talaði um niðurgang og eins mætti tala um hnignun.

Hugtakið vísar til þess að með tíð og tíma fari gæði miðla minnkandi. Öll áhersla hefur þá færst á að hámarka hagnað, þjóna hagsmunum auglýsenda og annarra sem borga fyrir þjónustuna og hagsmunir neytenda eru látnir mæta afgangi. Það var rithöfundurinn og blaðamaðurinn Cory Doctorow sem notaði hugtakið fyrst á bloggi sínu árið 2022. Hann heldur því fram að um sé að ræða lögmál sem gildi í netheimum þar sem verið er að selja stafræna vöru eða þjónustu á eins konar stafrænum vettvangi, svo sem í gegnum samfélagsmiðla. Þá gildir það að í fyrstu eru notendur lokkaðir inn með góðu viðmóti. Svo eru fyrirtækin lokkuð að borðinu með veskin sín sem bitnar á þjónustu við notendur. Loks er farið að seilast djúpt í vasa fyrirtækjanna og á sama tíma heldur þjónustan við notendur áfram að versna. Þessu lýkur svo með því að þessi stafræni vettvangur drepst.

Margir halda því fram að þessi niðurgangur sé í fullum gangi á bæði Facebook og meira að segja svo hjá Google. Fjölmargir kvarta sáran undan því þessa dagana að Google sýnir ekki lengur nákvæmar leitarniðurstöður heldur fyrst og fremst auglýsingar sem einhver hefur borgað fyrir. Maður þarf því orðið að leita í leitarniðurstöðunum til að finna það sem maður leitar, sem flækir töluvert málin. Doctorow hefur meira að segja skrifað sérstaka bloggfærslu um niðurgang Google. Margir kannast við sambærilegt á Facebook þar sem erfitt er að finna færslur frá fólkinu sem þú ert að fylgjast með því allt er fullt af auglýsingum eða færslum frá fólki/síðum sem þú hefur engan áhuga á.

Egill er svo á því að niðurgangurinn sé kominn vel á leið hjá Facebook. Svona var færsla hans:

„Facebook er algjörlega gengið af göflunum. Ég skrifaði færslu þar sem ég notaði þekkta skammstöfun úr herbúðum Bandaríkjaforsetans sem tekur við á morgun. Eftir það birtust hjá mér færslur frá heilum her trumpista – meira að segja frá syni karlsins, þeim sem fór til Grænlands. Svo er ég að fá óskiljanleg boð um að flygja þráðum áhugafólks um sjónvarpsþættina Friends, myndir af hálfberum konum í Reels-fídusnum, og nú birtist síða sem nefnist Have a Gay Day. Fyrir utan allar matar- og ferðasíðurnar sem ég hef engan áhuga á, Þetta er komið í algjöran ruslflokk. Enshittification heitir það víst á ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni