fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Arnar gerði Hauki ljótan grikk á Tenerife – „Mun tryggingafélagið borga ef það sér þetta myndband?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2025 11:14

Svona var svipurinn á Hauki og Brynju eftir að Arnar fór illa með þau. Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti Arnarsson fór illa með vin sinn, kokkinn Hauk Má Hauksson, og lét hann bakka á og valda tjóni á hvítum blæjubíl sem sá síðarnefndi var að keyra.

Arnar Gauti er eigandi Happy Hydrate og Haukur er eigandi hamborgarastaðarins Yuzu.

Félagarnir eru í fríi á Tenerife en þeir voru báðir gestir í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeinssonar á eyjunni fögru fyrr í janúar.

Þeir voru með hvítan blæjubíl á leigu og þurfti Haukur aðstoð við að bakka honum út úr bílskúr. Arnar var að leiðbeina Hauki: „Góður, já, góður, já, góður, bakka, bakka,“ en sagði honum að halda áfram að bakka, þó hann væri kominn of nálægt veggnum.

Þetta endaði þannig að Haukur bakkaði á og braut afturstuðarann.

„Arnar!“ sagði Brynja Bjarnadóttir, fyrirsæta og kærasta Arnars.

Horfðu á myndbandið hér að neðan, ef færslan birtist ekki smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lil Curly (@lilcurlyhaha)

Myndbandið hefur vakið mikla athygli og spyr einn netverji: „Mun tryggingafélagið borga ef það sér þetta myndband?“ Það er nú góð spurning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Í gær

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni