Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði hafi haldið á heiðina á öflugum trukki og lagði björgunarsveitin Hérað á heiðina Egilsstaðamegin á snjóbíl.
„Færðin var afar slæm og á endanum varð það að ráði að senda snjóblásara frá Seyðisfirði sem blés upp að afleggjara að skíðaskálanum í Stafdal og þannig varð fært aftur niður á Seyðisfjörð. Bílalestin fór svo í kjölfar moksturstækis niður í Seyðisfjarðarbæ og var aðgerðum á heiðinni lokið um hálf sjö í gærkvöldi.“
Meðfylgjandi myndir sýna vel aðstæður á heiðinni í gær.