fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörugar umræður spruttu upp um helgina í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi sem verðlagseftirlit ASÍ heldur úti.

Konan segir að þau hafi farið þrjú, tveir fullorðnir og eitt barn, á kaffihús í miðborginni og pantað tvö heit súkkulaði með rjóma, einn kaffi latté og tvær vöfflur með sultu og smá rjóma. Fyrir þetta voru rukkaðar 6.950 krónur.

„Gat varla notið samverustundarinnar vegna ráns, var í áfalli, samt var það var ekki ég sem borgaði,“ segir konan sem tekur fram að sem betur fer hafi vöfflurnar og kaffið verið sem betur fer upp á 10.

Segir konan að það sé orðinn algjör lúxus fyrir fjölskyldur að leyfa sér að fara á kaffihús og augljóslega ekki á allra færi.

Margir leggja orð í belg við færsluna og er að minnsta kosti einn þeirrar skoðunar að þetta sé ekkert svo brjálæðislegt verð. „3 heitir drykkir + 2 vöfflur. Ekkert rosalega dýrt,” segir sá.

„Þetta hefði kostað max ca 250 SEK hérna í Svíþjóð,“ segir einn en 250 sænskar krónur jafngilda tæpum 3.200 íslenskum krónum.

„Er hætt að fara með krakkana í leikhús og kaffihús. Það er orðið rán að gerast menningarlegur á Íslandi. Þetta tilheyrir orðið fortíðinni og verður fjarlæg minning hjá mér og krökkunum,“ segir þá í annarri athugasemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“