fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Auður: „Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið“

Fókus
Sunnudaginn 19. janúar 2025 21:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og þriggja ára gömul móðir og eiginkona sem ólst upp í Reykjanesbæ er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman.

Konan kemur fram í skjóli nafnleyndar en er kölluð Auður. Hún segir frá því hvernig hún ólst upp hjá óhamingjusömum foreldrum með eldri bróður sem stóð sig vel í öllu.

„Ég átti aldrei séns á að standa mig vel því mér leið alltaf eins og ég þyrfti að keppa við hann. Þess vegna hætti ég bara að reyna,“ segir hún.

Erfiðar heimilisaðstæður

Auður segir að andrúmsloftið á heimili hennar í æsku hafi verið þrúgandi, foreldrar hennar hafi rifist mikið og stundum hafi ekki verið talað saman svo dögum skipti.

„Ef það var hávaða rifrildi í gangi en einhver kom í heimsókn fóru allir í hlutverk og voru glaðir og kátir. Þegar gestirnir fóru hélt rifrildið áfram eða tekið silent treatment,“ segir hún.

Var eineltisseggur

Auður var erfið í skólanum, kom illa fram og var „bully“, eins og hún orðar það sjálf.

Hún segir að hún hafi tekið út sína vanlíðan að heiman með sér í skólann og hafi tekið hana út á skólafélögum.

„Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en mörgum árum seinna þegar ég fór í sjálfsvinnu. Það var enginn að spá í það af hverju ég hagaði mér, mér var bara sagt að haga mér almennilega og fylgjast með,“ segir hún.

Fannst hún loksins passa inn

Í tíunda bekk var Auður farin að fikta við neyslu og hanga með eldra fólki. Hún segir að hún hafi loksins upplifað að hún passaði inn og fann fyrir samþykki í fyrsta skipti á þessum tíma.

Neyslan var mest um helgar en þegar hún kynntist barnsföður sínum og fluttu þau út á land. Þau hættu neyslu og eignuðust tvo syni saman.

„Ég fór bara inn í nýtt umhverfi, kynntist nýju fólki og það var ekkert mál að stoppa. Ég var ekki búin að þróa með mér fíkn á þessum tímapunkti,“ segir hún.

Áfall þegar faðir hennar lést

Árið 2017 lést faðir Auðar nokkuð snögglega. Þau voru afar náin og var fráfall hans mikið áfall fyrir hana.

„Ég fékk taugaáfall og kvíðinn og það sem honum fylgir jókst mikið. Ég fór að drekka til að deyfa þessar tilfinningar. Ég fattaði það ekki þá en ég vildi komast í annað ástand,“ segir hún.

Eftir smá tíma áttaði hún sig á því að hún gæti ekki drukkið alla daga og verið þunn, svo hún rifjaði upp hvernig hún hafi rétt sig af á unglingsárunum og endurtók leikinn.

„Ég var í laumuneyslu í nokkur ár þar til ég áttaði mig á að ég var komin á stað þar sem ég hafði ekki stjórn á neyslunni lengur og maðurinn minn fór,“ segir hún.

Ofbeldissamband

Auður lenti í ofbeldissambandi í neyslunni eftir að maðurinn hennar fór og hún segir að hún hafi verið markvisst brotin niður.

„Ég leitaði til lögreglu oftar en einu sinni. Eitt skipti til að fá aðstoð við að fá dótið mitt til baka frá þessum ofbeldismanni. Ég var tekin inn í lokað herbergi þar sem lögreglumaður settist niður með mér og bauð mér aðstoð,“ segir hún en bætir við að það hafi verið með skilyrðum.

„Ég gat fengið aðstoð frá lögreglunni með þeim skilyrðum að ég myndi hringja í ákveðið númer næst þegar það væri hópur fólks saman kominn með mikið magn vímuefna. Þeir myndu handtaka alla en sleppa mér svo,“ segir hún.

Auður segir að hún hafi neitað og þá hafi lögreglan sagt að hún gæti ekki aðstoðað hana.

Fór inn á geðdeild

Auður leitaði sér aðstoðar við fíknivanda og náði góðum árangri, strax eftir fyrstu meðferð. En hún segir að hún hafi ekki farið að vinna með áföll heldur einungis fíknisjúkdóminn sem slíkan. Eftir töluvert bras, mikinn kvíða og vanlíðan var hennar síðasta úrræði að leita á bráðamóttöku geðdeildar.

„Ég tók manninn minn með mér, sem betur fer, annars hefði enginn trúað þessu,“ segir hún.

Viðmót eins og hún væri annars flokks

Fyrr sama dag hafði Auður farið til heimilislæknis eftir sex vikna bið. Hún segir að þar hafi hún mætt viðmóti sem gaf til kynna að hún væri annars flokks, að henni væri ekki trúað og að ekkert yrði gert fyrir hana.

„Ég mætti bjartsýn á geðdeild. Það kom mér þess vegna svo í opna skjöldu hvernig viðmótið var. Ég útskýrði allt en var sagt að ég gæti komið á námskeið sem kostaði 270.000 krónur,“ segir hún.

„Hann sagði þá við mig, ískalt…“

Auður segir að hún hafi útskýrt fyrir þeim sem tók á móti henni að hún væri nýlega búin í endurhæfingu og hafi þá tekið þetta námskeið. Hún sagði starfsmanninum að hún námskeiðið væri á vinnutíma og hún gæti ekki misst úr vinnu og spurði hvort hún virkilega þyrfti að detta í það og mögulega drepa sig til að fá aðstoð.

„Hann sagði þá við mig, ískalt: „Annað hvort dettur þú í það og drepur þig eða mætir á námskeið. Vonandi sjáumst við bara. Þú borgar svo áður en þú ferð út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík

Grátt, svart og hvítt áberandi í endurnýjaðri eign í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni

Segir að ótrúlegir hlutir hafi gerst þegar hún hætti að borða ávexti, grænmeti og kolvetni