Kyle Walker færist nær því að ganga í raðir AC Milan frá Manchester City.
Þessi 34 ára gamli hægri bakvörður vill fara frá City eftir hátt í átta ár hjá félaginu. Vill hann meðal annars flytja frá Englandi af fjölskylduástæðum, en hann hefur mikið verið í fréttum fyrir ítrekað framhjáhald og átti tvö börn með hjákonu sinni.
Sjálfur er Walker búinn að samþykkja að ganga í raðir Milan og er verið að ganga frá smáatriðum áður en skiptin verða staðfest.
Ekki er ljóst hvort Walker verði keyptur til Milan eða lánaður til að byrja með. Lán með kaupmöguleika hefur verið rætt.
Milan er í áttunda sæti Serie A, 19 stigum frá toppliði Napoli og 8 stigum frá Meistaradeildarsæti.
🚨🔴⚫️ AC Milan are set to complete Kyle Walker deal with key round of talks taking place in next 24h.
Formula of the deal to be decided with Man City as loan with buy option has been discussed.
Walker has already said yes to AC Milan. pic.twitter.com/F7D1YhnExx
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 19, 2025