fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Mogginn „gleymdi“ Rósu þegar hneykslast var vegna tvöfaldra tekna í desember

Eyjan
Sunnudaginn 19. janúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið hefur að undanförnu býsnast yfir því að Dagur B. Eggertsson hafi fengið tvöfaldar greiðslur í desember en blaðinu virðist hafa yfirsést að Rósa Guðbjartsdóttir, fyrrum bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, er sú sem fékk mest af nýjum þingmönnum sem koma úr umhverfi sveitarstjórna. Rósa fékk samtals 5,8 milljónir króna í laun í desember, Dagur, Pavel og Kolbrún, borgarfulltrúar, fengu innan við 5 milljónir króna hvert um sig og Anna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði og nýr þingmaður Samfylkingar, fékk 5,6 milljónir króna í laun í desember. Bæði RÚV og Vísir hafa skýrt frá þessum staðreyndum.

Orðið á götunni er að hér sé á ferðinni framhald af fjórtán ára samfelldu einelti blaðsins gagnvart Degi. Hann hefur einkum unnið sér það til saka að hafa haft forystu um að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í Reykjavíkurborg allt frá árinu 2010. Dagur hefur myndað fjóra meirihluta í borginni sem hafa skilið Sjálfstæðisflokkinn eftir valdalausan og vansælan í minnihluta í nær 15 ár. Engu hefur breytt þó blaðið og mismunandi borgarfulltrúar flokksins hafi ólmast gegn Degi og meirihlutanum. Kjósendur hafa kveðið upp úr á fjögurra ára fresti og ekki viljað hleypa Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni. Í síðustu kosningum mældist fylgi flokksins í borginni hið næstminnsta í prósentum frá upphafi. Allt hefur verið reynt til að sverta Dag, en án árangurs.

Morgunblaðið hefði að sjálfsögðu átt að leggja höfuðáherslu á að Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hefði fengið hæstu tvöföldu launin. Starfskjör sveitarstjórnarmanna eru reyndar vægast sagt einkennileg og virðast ekki taka mið af stærð eða mikilvægi einstakra sveitarfélaga. Í síðsta tekjublaði Frjálsar verslunar sem birti upplýsingar um tekjur fólks árið 2023 kom á daginn að umrædd Rósa, þá bæjarstjóri í Hafnarfirði, var með um 2,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2023 á sama tíma og borgarstjórinn í Reykjavík var með 2,6 milljónir króna í laun á mánuði. Íbúafjöldi Reykjavíkur er í kringum 140 þúsund en rúm 30 þúsund í Hafnarfirði. Að sjálfsögðu væri því full ástæða til að greiða mun hærri laun fyrir að stýra risasamfélaginu Reykjavík en öðrum mun minni og einfaldari sveitarfélögum. En það er önnur saga.

Orðið á götunni er að það veki furðu að sveitarstjórnarmenn sem nú taka sæti á Alþingi skuli ekki áfram sinna störfum í sveitastjórnum samhliða eins og áður tíðkaðist. Rósa Guðbjartsdóttir ætlar að halda áfram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en aðrir hafa sagt af sér. Rósa er greinilega sú eina af þeim sem lítur ekki á þingstörfin sem fullt starf. Þegar Davíð Oddsson tók við sem forsætisráðherra árið 1991 og lét af starfi borgarstjóra, hélt hann samt áfram setu í borgarstjórn sem borgarfulltrúi út kjörtímabilið. Hann hefur þá greinilega ekki litið á ráðherraembættið sem fullt starf. Björn Bjarnason var boðinn fram sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins árið 2002 en tapaði stórt fyrir Reykjavíkurlistanum. Þá fór fylgi flokksins í fyrsta skipti niður í 40 prósent í borginni og hefur ekki jafnað sig síðan. Björn sat í borgarstjórn út kjörtímabilið og jafnframt á Alþingi. Albert Guðmundsson átti bæði sæti í borgarstjórn og á Alþingi um árabil en þó ekki eftir að hann varð ráðherra.

Orðið á götunni er að niðurrifsfólkið í Hádegismóum þurfi að fletta betur upp staðreyndum áður en eineltisútspilunum er slengt fram. Þegar staðreyndir hitta mann illa í hausinn er það svo vont – og blátt áfram vandræðalegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust