fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Pressan
Mánudaginn 20. janúar 2025 08:00

Úkraínubúar á flótta. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hafa færri fengið pólitískt hæli í Svíþjóð í 40 ár en á síðasta ári. Þar með virðast hertar reglur um innflytjendur og hælisleitendur vera farnar að virka.

TT fréttastofan segir að á síðasta ári hafi 6.250 hælisleitendur fengið dvalarleyfi. Inni í þessari tölu eru hælisleitendur, kvótaflóttamenn og fjölskyldur þeirra. Í heildina sóttu 9.645 um hæli í Svíþjóð á síðasta eða 25% færri en árið á undan.

Johan Forssell, ráðherra innflytjendamála, sagði að fækkun dvalarleyfa og umsókna megi skýra með hertari reglum varðandi innflytjendur og að fréttir af þessum hertu reglum berist til útlanda. „Við höfum sagt skýrt og greinilega að við þurfum að draga úr straumi hælisleitenda og slík ummæli fréttast,“ sagði hann.

Svíar hertu reglur sínar á þessu sviði mjög eftir hinn mikla straum flóttamanna og förufólks til Evrópu 2015. Mjög margir þeirra héldu til Svíþjóðar.

Haustið 2022 voru reglurnar hertar enn frekar en TT segir að enn hafi ekki öll ákvæði nýju reglnanna verið virkjuð.

Sem dæmi um breytingarnar þá taka Svíar nú við 500 svokölluðu kvótaflóttamönnum á ári í stað 9.000 áður. Einnig hafa reglur um fjölskyldusameiningu verið hertar sem og kröfurnar til að geta fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Í gær

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn