fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Eyjan
Sunnudaginn 19. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fari Norðmenn inn í ESB verður staða okkar innan EES mjög erfið. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við ESB verður 2027 en ef aðstæður í heiminum breytast getur farið svo að kosið verði fyrr. Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin með úthlutun og aðgengi að bóluefnum vegna þess að EES samningurinn tekur ekki til heilbrigðismála að miklu leyti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér má hlusta á brot úr þættinum:

Eyjan - Þorgerður Katrín - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Þorgerður Katrín - 2

„Við Íslendingar megum ekki lenda á milli í hugsanlegu tollastríði. Ég finn það að Evrópa ætlar sér að reyna að standa með Bandaríkjunum í ákveðnum áskorunum gagnvart Kína. Við Íslendingar megum ekki með okkar kísil eða álfyrirtæki lenda þarna á milli þannig að þrátt fyrir það að við séum búin að setja á dagskrá að við ætlum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna þá er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að rækta núna sambandið bæði við Evrópu og Bandaríkin. Virkni okkar og hagsmunagæsla vegna EES-samningsins, hún verður að vera enn sterkari heldur en hún hefur verið áður og mér finnst mikilvægt og dýrmætt að finna það að sérfræðingar okkar í utanríkisþjónustunni, sem eru náttúrlega margir, eru mjög ötulir í því að halda uppi þessum vörnum og sóknarfærum fyrir íslenskt viðskiptalíf og athafnalíf og atvinnulíf,“ segir Þorgerður Katrín.

„Það er ekki sjálfgefið að við verðum alltaf hluti af öllu því sem tilheyrir viðskiptum, innri markaði o.s.frv. Evrópa er að taka núna sérstaklega fyrir efnahagslegt öryggi, heilbrigðismálin sem falla að einhverju leyti utan EES-samningsins og í Covid faraldrinum ,eins og við munum, vorum við upp á náð og miskunn Svía komin þegar kom að úthlutun og aðgengi að bóluefnum. Þarna verðum einfaldlega að byggja á samvinnu, samtölum, snertingum við okkar helstu bandamenn, bæði innan Evrópusambandsins en líka í Bandaríkjunum.

Við erum í EES ásamt Noregi og Liechtenstein. Nú er mikil Evrópuumræða í Noregi og kosningar í haust. Þetta stafar af tvennum toga fyrst og fremst. Annars vegar því að mjög margir í Noregi telja að norska krónan sé ekki að þjóna hagkerfinu nógu vel, þetta sé of lítill gjaldmiðill til að þjóna hagkerfinu …

„Nei, hvað segirðu!“ skýtur Þorgerður Katrín inn í og brosir.

Svo kemur þessi óvissuþáttur, sem er Trump, öll óvissan sem honum fylgir. Þetta hefur ýtt mjög undir stuðning við það Norðmenn endurskoði sína afstöðu gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Nú er það náttúrlega alveg ljóst í mínum huga að ef Norðmenn sækja um aðild að ESB og ég tala nú ekki um ef þeir fara alla leið inn, þá er búið að kippa fótunum undan okkur nema við fylgjum með.

„Það er alveg ljóst að staða okkar innan EES-samstarfsins verður þá mjög erfið. Norðmenn t.a.m. bera hitann og þungann af öllum kostnaði í uppbyggingarsjóðum innan EES, mig minnir að þeir séu að borga miklu meira en 90 prósent meðan við komum með einhver prósent inn í það samstarf ásamt Liechtenstein. Norðmenn horfa líka hingað og eru að velta fyrir sér hvaða skref við munum taka og þeir hafa alveg sagt skýrt að ef Ísland fer inn verðum við líka að gera það. Ég vil bara undirstrika að þetta er í sáttmálanum 2027 og við segjum líka: ef einhverjar aðstæður í heiminum myndu breytast þá verður það hugsanlega fyrr. Við bara metum aðstæður og hagsmuni Íslands hverju sinni. Það breytir ekki því að við þurfum núna að vera með okkar hagsmunagæslu á grunni EES-samningsins og á grunni Atlantshafsbandalagsins á fullu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust

Segir oflof Björns Bjarnasonar um feril Bjarna Ben innistæðulaust
Hide picture