Mikel Arteta, stjóri Arsenal, viðurkennir að hann og hans starfsfólk hafi áhyggjur af varnarmanninum William Saliba.
Saliba var ekki með Arsenal gegn Aston Villa í gær í skemmtilegum leik sem lauk með 2-2 jafntefli.
Það kom mörgum á óvart til að byrja með en Arteta hefur nú staðfest að Frakkinn öflugi sé að glíma við meiðsli.
,,Við erum klárlega áhyggjufullir, mjög áhyggjufullir,“ sagði Arteta eftir leikinn.
,,Við munum fá frekari upplýsingar varðandi þetta eftir nánari skoðun. Við sjáum hvað gerist.“