fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. janúar 2025 17:30

Benedikt lenti í spaugilegu atviki á karlakvöldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, lenti í spaugilegu atviki á karlakvöldi á föstudag. „Þekkirðu mig ekki?“ spurði maður sem heilsaði honum með þéttingsföstu handtaki á meðan Benedikt fletti árangurslaust upp í harða disknum.

Aldrei verið mannglöggur

„Stundum er erfitt að vera ómannglöggur,“ segir Benedikt í pistli á samfélagsmiðlum í gær. „Ég hef reyndar aldrei verið eftirtektarsamur á útlit fólks. Man ekki hvort fólk er ljóshært eða dökkhært, bláeygt eða brúneygt, með há kinnbein eða bogið nef. Sem betur fer hef ég aldrei þurft að lýsa neinum fyrir lögreglunni, ef ég lenti í því er hætt við að margur saklaus sæti inni, byggt á minni lýsingu.“

Fyllerí og klámbrandarar

Á föstudag var Benedikt á karlakvöldi þar sem um 200 karlar mættu til að „drekka sig fulla og hlæja að klámbröndurum.“ Eins og vani er var þar líka uppboð og happadrætti þar sem menn geti sýnt hversu ríkir þeir séu.

„Mér skilst að suður með sjó séu bílskúrar fullir af málverkum eftir Tolla og Hallgrím Helgason, verk sem góðglaðir útgerðarmenn hafa keypt á herrakvöldum, en þora svo ekki að sýna konunum sínum,“ segir Benedikt. „En allt fer til að styðja gott málefni þannig að samviskan er hrein, að minnsta kosti að hluta.“

„Bleeeesaður“

Víkur þá sögunni að borðinu sem Benedikt sat við ásamt mági sínum og fleiri körlum sem hann þekkti misvel, sen mundi eftir áminningu að hefðu setið með honum fyrri ár. Félagarnir voru á iði, barinn styrktur og heilsað upp á gamla félaga.

„Allt í einu finn ég að slegið er á bakið á mér og ég hitti á að líta í rétta átt. Stendur þar yfir mér vörpulegur maður með útrétta hönd. „Blessaður“, sagði hann með þungri áherslu á e-ið,“ segir Benedikt. „Ég heyrði að þetta er einhver stórvinur minn og svaraði kumpánlega: „Nei, sæll vertu.“ Reyndi svo að vinna eins hratt og heilinn leyfði úr andlitsdráttum og raddblænum. Gaut vonaraugum á mág minn í von um að hann myndi bjarga mér. Hann brosti bara góðlega eins og hann gerir alltaf, enda vanur að eiga við gamalt fólk sem ekkert man.“

„BSÍ“

Liðu nokkrar sekúndur með þéttingsföstu handtaki en lítið gekk í uppflettingum hjá Benedikt. Að lokum tók aðkomumaðurinn eftir því að Benedikt var að leita án árangurs.

„„Þekkirðu mig ekki?“ spyr hann vantrúaður. Ég veit af reynslu að stundum dettur nafnið inn ef ég bíð aðeins, en þegar þögnin er orðin pínleg (hver sekúnda er eilífð þegar svona stendur á) endurtekur hann miskunnarlaust: „Þekkirðu mig virkilega ekki?““ segir Benedikt. „Staðan er þannig að ég get ekki annað en játað: „Nei, ég kem þér ekki fyrir mig.“ Eins og gott að maður er ekki í framboði, hugsa ég. Hann hristir hausinn og ákveður svo að koma með vísbendingu: „Á BSÍ …““

Fór nú að fara um Benedikt. Yrðu rifjaðar upp einhverjar áratugagamlar sögur. Á BSÍ hafði hann ekki komið síðan á menntaskólaárunum.

Gátan leystist

En eitthvað passaði ekki. Þessi maður gat ekki hafa verið nógu gamall þá. Fór Benedikt líka að hugsa um hvort hann hefði gert eitthvað á hlut þessa manns á BSÍ, svo sem að troðast fram fyrir hann í röðinni eða sagt að Rúni Júl væri meiri töffari en Bjöggi.

„Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur. Þessi Benedikt virtist greinilega of góður til þess að þekkja þennan knáa mann sem slengdi fram lausnarorðinu: „Þú manst þegar þú komst með borðið út á BSÍ …““ segir Benedikt en þá kom hið rétta í ljós. „Svipurinn á mér breyttist úr opinmynntum, glaseygum tómleika og sjálfstraustið kom til baka. Það styttist í vorkunnarbrosið, þegar hinn áttaði sig líka, dró að sér höndina og sagði í því að hann sneri sér lúpulegur við:  „Nei, fyrirgefðu, ég tók feil.““

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“