fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. janúar 2025 10:00

Lögreglan kom á vettvang en unglingarnir voru á bak og burt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um ungmenni við verslunarkjarna í umdæmi Lögreglustöðvar 3 (Kópavogur og Breiðholt) í gærkvöldi. Fylgdi tilkynningunni að eitt þeirra hefði verið að sveifla kylfu. Þegar lögregla mætti á vettvang voru unglingarnir hins vegar á bak og burt.

Alls voru 89 mál á dagskrá lögreglu í gærkvöld og eru hér listuð þau helstu.

Í umdæmi Lögreglustöðvar 1 í miðbænum var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í tveimur verslunum. Bæði mál voru leyst á vettvangi.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í akstri grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Sumir þeirra voru einnig grunaðir um að aka án ökuréttinda eða brot á reglum um gerð og búnað ökutækja.

Í umdæmi Lögreglustöðvar 2 (Hafnarfjörður – Garðabær) var lögregla einnig kölluð út vegna þjófnaðar í verslun og einnig var það mál leyst á vettvangi.

Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum eftir að hafa verið stöðvaður undir áhrifum. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bílum, vegna skorts á tryggingum eða skoðun.

Í umdæmi Lögreglustöðvar 4 (Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær) var ökumaður sektaður eftir að hafa verið að keyra á 138 km/klst hraða þar sem hámarkið var 90.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur