Það ríkir að vonum ánægja með frammistöðu Íslendinga gegn Kúbu á HM í handbolta en strákarnir okkar unnu 23 marka sigur og slökuðu aldrei á. Það mátti sjá á samfélagsmiðlum í kvöld að landsmenn voru ánægðir með frammistöðu okkar manna en sumir höfðu á orði að munurinn á liðunum væri sláandi mikill.
„Það ætti að blása þennan leik Íslands og Kúbu af vandræðalegur getumunur,“ sagði Gunnþór Sigurðsson á Facebook.
„40 – 19!!! Stórkostlegur leikur!!“ sagði Finnbogi Auðarsson, himinglaður með gang mála.
„Flottur sigur til lukku með geggjaðan leik“ segir Mosfellingurinn Leifur Guðjónsson og beinir kveðjunni til stórskyttunnar úr Aftureldingu, Þorsteins Leós Gunnarssonar, sem átti flottan leik og sendi nokkra þrumufleyga í mark Kúbu.
„Af hverju lætur þulurinn á rúv eins og þetta sé spennandi?“ sagði Daníel Magnús Guðlaugsson, en Einar Örn Jónsson, sem lýsti leiknum, lifði sig að venju inn í leikinn þó að hann væri aldrei tvísýnn
Aron Pálmarsson er fyrir löngu orðinn fullnuma í handboltakúnstinni. En þessi sýnikennsla sem hann bauð upp á í rúmt korter hér í upphafi leiks var unaðsleg. #handbolti
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 18, 2025
Þetta er list 🎯
HM dagsins er eitthvað sem maður bíður eftir á meðan mótinu stendur. Vel gert 👌#handbolti #hmruv https://t.co/iuWYbxZu7E
— Logi Geirsson (@logigeirsson) January 18, 2025
Líklega er Björgvin Páll markahæsti markmaður sögunnar. Hvað segja sérfræðingar @handboltiis um það? #handbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 18, 2025
Hvernig er það er BANNAÐ að brosa ef maður er að þjálfa handbolta??? Virðist ekki skipta máli hvort við sigrum með 10 eða 20 marka mun það er alltaf eitthvað “mætti gera betur” attitude. A win is a win sir, GLEÐJAST SMÁ
Hendið í einn hróshring í klefanum strákar #emruv
— Kolbrún Birna 🇵🇸 (@kolla_swag666) January 18, 2025