fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Fókus
Laugardaginn 18. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís og kvikmyndagerðarmaður, hefur sett fasteign sína á Hringbraut í Reykjavík á sölu.

„Stórkostlegt tækifæri fyrir þau sem dreyma um fjölskylduhús í vesturbænum nálægt skólanum, frábærum grönnum og öllu því sem gerir vesturbæjarlífið svo dásamlegt,“ segir Hrönn á Facebook.

Húsið er 146,5 parhús á þremur hæðum ásamt garðskála, byggt árið 1934. Húsið er bárujárnsklætt timburhús á steyptum kjallara. Mjög vönduð lóð með skjólveggjum, svölum með geymslu undir, sólpöllum, hellulögn og garðskála með kamínu. Ásett verð er 124,9 milljónir króna.

Á jarðhæð er forstofa, stofa og eldhús í innri enda stofu, með stórri hvítri innréttingu frá ALNO þar sem er svart granít á borðum, glerhurðir með ljósi í efri skápum, flísar á vegg milli skápa og ofan við efri skápa, flísar á gólfi að hluta og vönduð stór gaseldavél með háfi yfir. Úr eldhúsi/borðstofu eru stórar tvöfaldar glerdyr út á svalirnar, sem setja mikinn svip á rýmið og gerbreyta nýtingu hússins.

Á efri hæð eru tvö rúmgóð herbergi og eitt minna inn af hjónaherbergi, sem nýta má sem fataherbergi, og baðherbergi.

Ekki er full lofthæð í kjallara, en þar er fjölskyldurými, inn af því er geymsla, tvö herbergi, auk þess er salerni og þvottahús í kjallara.

Lóðin var öll endurgerð á árinu 2021, Svava Þorleifsdóttir landslagsarkitekt teiknaði garðinn en allar framkvæmdir voru í höndum Garðaþjónustu Íslands. Sólpallar, hellulagt bílaplan, hellur í garði og fallegt gróðurhús í bakgarði setja mikinn svip á lóðina. Árið 2022 var gengið frá kamínu og eftirtektarverðum skorsteini í gróðurhúsið. Samhliða endurgerð lóðarinnar á árinu 2021 voru byggðar timbursvalir við húsið, með aðgengi úr eldhúsi út í garðinn. Svalirnar teiknaði Svava Jónsdóttir arkitekt og auka þær mjög á notagildi hússins. 

Finna má frekari upplýsingar um eignina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“