Wayne Rooney er kominn með nýtt áhugamál eftir að hafa fengið sparkið frá liði Plymouth í næst efstu deild Englands.
Þetta staðfestir eiginkona leikmannsins, Coleen Rooney, en þeirra samband er reglulega á forsíðum blaða í Bretlandi.
Rooney er talinn hafa áhuga á að halda áfram í þjálfun en eftir mjög slæman árangur með Plymouth er framhaldið óljóst.
Nú er fyrrum markavélin byrjuð að leika sér á skíðum og hefur hann mætt í kennslu ásamt eiginkonu sinni.
,,Hann er nýlega byrjaður á skíðum. Við höfum bæði mætt í Chill Factore í Manchester og fengið kennslu,“ sagði Coleen.
,,Ég hef sjálf stundað skíði í nokkur ár vegna barnanna en hann hefur aldrei mætt áður. Það er eitthvað sem við getum nú gert saman.“