Eins og margir vita hefur Erling Haaland skrifað undir nýjan langtímasamning við Manchester City.
Haaland er ekki á förum frá ensku meisturunum á næstunni en hann er nú bundinn félaginu til ársins 2034.
Mark Goldbridge, stuðningsmaður Manchester United og vinsæll YouTuber, tjáði sig um þessa ákvörðun Haaland í gær.
Goldbridge hjólaði þar í ákvörðun Haaland að skrifa undir og segir hann vera að selja sinn eigin feril fyrir sálarlaust félag í Manchester.
Það fór illa í tónlistarmanninn og goðsögnina Liam Gallagher sem er einn af meðlimum stórhljómsveitarinnar Oasis sem hætti störfum árið 2009 en sneri aftur á síðasta ári.
,,Haltu kjafti, kunta,“ skrifaði Gallagher tið Goldbridge á Twitter eða X og svaraði svo fleiri stuðningsmönnum United sem höfðu sitt að segja um málið.
Shut up you CUNT
— Liam Gallagher (@liamgallagher) January 17, 2025